Skip to main content

Grasalækningahefð – saga og samtíð

Elsa Ósk Alfreðsdóttir, MA frá Félags- og mannvísindadeild

„Ég hef alltaf haft áhuga á jurtum, menningu, tilhneigingu fólks til að lækna sig og sína, á örlagatrú mannsins og hvernig hún spinnst sem silfraður þráður í menningu okkar og sögu. Kveikjan að verkefni mínu var því löngu tendruð og jurtaáhuginn beindi sjónum mínum að grasalækningum sérstaklega frekar en öðrum alþýðulækningum,“ segir Elsa Ósk Alfreðsdóttir, sem nýverið lauk meistaraprófi í þjóðfræði.

Í ritgerð Elsu er grasalækningahefð á Íslandi tekin til rannsóknar og hún rakin í sögulegu samhengi frá elstu heimildum til dagsins í dag. Þá er staða grasalækninga í íslensku nútímasamfélagi skoðuð og sett í samhengi við fortíðina.

Elsa Ósk Alfreðsdóttir

Elsa telur rannsóknina hafa mikið menningar- sögulegt gildi auk þess sem hún veki upp spurningar um hvað teljist lögmæt þekking og hvernig varðveita skuli menningararf þjóðarinnar.

Elsa Ósk Alfreðsdóttir

Elsa segir að í dag sé um tvo ólíka hópa grasalækna að ræða í íslensku samfélagi. Annar hópurinn sé menntaður frá opinberum háskólastofnunum erlendis og hefur þaðan BS-gráðu, tengir sig við vísindarannsóknir og undirstöðu í læknis- og lyfjafræði. Hinn hópurinn telur afkomendur nokkurra þekktustu alþýðu- og grasalækna hér á landi; Grasa-Þórunnar, Erlings Filippussonar og Ástu grasalæknis, þar sem reynsluvísindi hafi borist milli kynslóða um aldir og þekking þeirra numin frá barnæsku. „Áður var orðspor alþýðulækna þeirra „prófskírteini“ en á síðustu árum, með tilkomu menntaðra grasalækna, hafa afkomendurnir endurskilgreint sig sem menningararf,“ segir hún.

Elsa telur rannsóknina hafa mikið menningar- sögulegt gildi auk þess sem hún veki upp spurningar um hvað teljist lögmæt þekking og hvernig varðveita skuli menningararf þjóðarinnar.

Leiðbeinandi: Terry Gunnell, prófesssor við Félags- og mannvísindadeild.

Tengt efni