Skip to main content

Geislafræði, viðbótardiplóma

Geislafræði

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Diplómanám í geislafræði er 60e eins árs fræðilegt og verklegt nám að loknu BS-námi í geislafræði. Námið felst í því að vinna að rannsóknaverkefni eða vera í sérhæfðu starfsnámi sem nemur 30e auk námskeiða til 30e. Námið veitir réttindi til að starfa sem geislafræðingur.

Um námið

Meginmarkmið með diplómanámi er að búa nemendur undir störf sem geislafræðingar. Námið veitir nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við fjölbreytileg störf á myndgreiningarsviði.

Diplómanámið er jafnframt fyrsta árið í MS-námi í geislafræði fyrir þá sem vilja halda áfram námi.

Nánar um námið í kennsluskrá HÍ.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BS-próf í geislafræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Starf geislafræðinga er fjölbreytt og spennandi. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Í nútíma geislafræði er notast við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Geislafræðingar geta sérhæft sig á ýmsum sviðum og framhaldsnám er í boði hér á landi og erlendis.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Myndgreiningardeildir
  • Heilbrigðisstofnanir
  • Einkarekin fyrirtæki
  • Krabbameinsfélagið
  • Geislameðferðardeildir
  • Geislavarnir ríkisins
  • Háskóli Íslands
  • Hjartavernd

Félagslíf

FLOG félag lífeinda- og geislafræðinema við Háskóla Íslands er sameiginlegt nemendafélag námsbrauta í lífeindafræði og geislafræði. Félagið stendur fyrir skemmtilegum viðburðum, t.d. nýnemakvöldum, árshátíð og vísindaferðum.

Facebook síða FLOG

Hafðu samband

Skrifstofa Námsbrauta í geislafræði og lífeindafræði
Stapa við Hringbraut 31, 101 Reykjavík
Sími: 525 5442
Netfang: gol@hi.is

Opið alla virka daga frá 9-12

Geislafræðin á Facebook