
Geislafræði
120 einingar - MS gráða
Í MS-námi í geislafræði er lögð áhersla á sérhæfingu og rannsóknavinnu. Námið veitir nemendum fræðilega, hagnýta og aðferðafræðilega þekkingu til að takast á við fjölbreytileg störf á myndgreiningarsviði. Námið miðast við að undirbúa nemendur undir rannsóknir í greininni og er góður undirbúningur fyrir flóknari og ábyrgðameiri rannsóknastörf, fræðslu og kennslu.

Um námið
MS-nám í geislafræði er 120 eininga tveggja ára fræðilegt og rannsóknatengt nám. Fyrra árið er 60 eininga diplómanám sem veitir starfsréttindi geislafræðings og á seinna árinu er unnið að 60 eininga rannsóknaverkefni.
MS-próf veitir aðgang að rannsóknatengdu doktorsnámi.
Nánar um námið í kennsluskrá HÍ.
BS próf í geislafræði eða sambærilegt próf. Miðað er við að nemandi hafi að lágmarki einkunnina 6,5 eða hærri.