Skip to main content

Geðhjúkrun

""

Geðhjúkrun

120 einingar - MS gráða

. . .

Viltu bæta geðheilsu landsmanna og verða virkur þátttakandi í þróun geðheilbrigðisþjónstu til framtíðar? Kynntu þér meistarnám í geðhjúkrun. Þitt framlag eftir námið mun skipta sköpum í að bæta þjónustu við notendur geðheilbrigðisþjónustunnar og fjölskyldur þeirra.

Um námið

MS-nám í Geðhjúkrun (120e) felur í sér:

  • Skyldunámskeið (100e)
    • Fræðileg námskeið (56e)
    • Klínísk námskeið (14e)
    • Lokaverkefni (30e)

Umsækjendur með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn úr BS-námi geta fengið allt að 20e metnar

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Til að innritast í meistaranám við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild þarf stúdent að hafa lokið BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands eða öðrum háskóla, með að lágmarki 6,5 í aðaleinkunn, og hafa gilt íslenskt hjúkrunarleyfi. 

Kennsla fer að mestu fram á íslensku en að hluta til á ensku, auk þess sem námsefni verður að stórum hluta á ensku. Því er mikilvægt að nemandi búi yfir góðri enskukunnáttu.

Námið er að hluta til skipulagt sem launað starfsnám og mun aðgangur að því takmarkast við 12 nemendur sem teknir verða inn annað hvert ár. Verði fjöldi umsókna umfram laus pláss mun val á umsækjendum ráðast af niðurstöðum mats á mismunandi þáttum.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu opnast fjölbreytt tækifæri til að takast á við margvíslegar áskoranir til að bæta geðheilsu fólks á öllum aldri.

Texti hægra megin 

Framsæknir hjúkrunarfræðingar geta stefnt að sérfræðiréttindum í geðhjúkrun, bætt við sig námi, sérhæft sig í samtalsmeðferðum einstaklinga, hópa og fjölskyldna, starfað á fjölbreyttum vettvangi og haft afdrifarík áhrif til geðræktar og góðrar geðheilsu þjóðarinnar.

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14