Skip to main content

Frönskukennsla

Frönskukennsla

MA gráða

. . .

MA-nám í frönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í frönsku á framhaldsskólastigi.

Um námið

MA í frönskukennslu er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í frönsku í framhaldsskólum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um þessa námsleið athugið:
Á rafrænu umsóknareyðublaði skal velja Menntun framhaldsskólakennara, MA, 120 einingar, og kjörsviðið Frönskukennsla.
BA-próf í frönsku eða B.Ed.-próf með 1. einkunn (7,25) og lokaritgerð veitir aðgang að MA-námi.
Þeir sem hafa lokið B.Ed.-prófi þurfa þó að ljúka undirbúningsnámi á BA-stigi áður en þeir hefja nám á MA-stigi. Þeir sem höfðu tungumálið sem kjörsvið þurfa að jafnaði að taka allt fyrsta árið í BA í frönsku, mínus MOM-námskeiðin tvö en skrifa BA-ritgerð í frönsku. Þeir sem höfðu ekki tungumálið sem kjörsvið taka að jafnaði 120 einingar í BA-náminu í fönsku, taka ekki MOM-námskeiðin tvö en skrifa BA-ritgerð.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.