Vorhefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál í vefútgáfu | Háskóli Íslands Skip to main content

Vorhefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál í vefútgáfu

27. júní 2018
""

Út er komið nýtt hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, 1. tölublað 15. árgangs, júní 2018. Greinarnar má lesa í opnum aðgangi á vefsíðu tímaritsins, www.efnahagsmal.is

Tímaritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir fræðilegar ritgerðir í viðskipta- og hagfræði og í þetta sinn eru birtar fimm ritrýndar greinar sem fjalla um fjölbreytt efni:

- Uppgjör afleiðusamninga: Mat á reglum út frá dómafordæmum. Arnar Davíð Arngrímsson, Hersir Sigurgeirsson og Jakob Már Ásmundsson.
- The relationship between gender equality activity in organizations and employee perceptions of equality. Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir and Laura Nesaule.
- A cross-impact analysis of eight economic parameters in Iceland in the context of Arctic climate change. Þórður Víkingur Friðgeirsson and Freydís Dögg Steindórsdóttir.
- Gender bias in student evaluation of teaching among undergraduate business students. Katrín Ólafsdóttir.
- Skipulag fyrirtækja á Íslandi fyrir og eftir hrun. Runólfur Smári Steinþórsson, Anna Marín Þórarinsdóttir og Einar Svansson.

Tímaritið er gefið út í samvinnu viðskipta- og hagfræðideilda Háskóla Íslands, viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Í ritstjórn sitja þau Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, formaður ritstjórnar, Birgir Þór Runólfsson, dósent við Hagfræðideild Háskóla Íslands, Þórhallur Örn Gudlaugsson, dósent við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent í viðskiptafræði  við Háskólann í Reykjavík. Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

logo Tímarits um viðskipti og efnahagsmál

Netspjall