Skip to main content
17. september 2015

Vísindamenn Hjartaverndar og HÍ meðal þeirra fremstu

Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, og Albert Vernon Smith, erfðafræðingur hjá Hjartavernd og gestaprófessor við Háskóla Íslands, eru í hópi 3000 áhrifamestu vísindamanna heims að mati Thomson Reuters. Nýr listi fyrir árið 2015 var nýverið birtur á vefsvæði Thomson Reuters.

Vilmundur og Albert bætast þannig í hóp þeirra átta vísindamanna sem starfa á Íslandi og fyrir voru á listanum en hann var gefinn út í fyrsta skipti í fyrra. Staða íslenskra vísindamanna á listanum er frábær viðurkenning á árangri vísindastarfs á Íslandi en af þeim 10 sem eru á listanum eru þrír með stöðu prófessors við Háskóla Íslands og fimm með rannsóknaprófessorsstöðu við skólann. 

Á listann komast þeir vísindamenn sem eru hópi þess eins prósents í sinni grein í heiminum sem mest er vitnað til í vísindagreinum. Það er einstakt afrek að komast á þennan eftirsótta lista en hann staðfestir að vísindamenn sem starfa á Íslandi eru komnir í röð þeirra allra öflugustu í heiminum í dag. 

Listi Thomson Reuters yfir áhrifamikla vísindamenn sem starfa á Íslandi árið 2015 er svohljóðandi:

Nafn Stofnun Staða við Háskóla Íslands
Albert Vernon Smith Hjartavernd/HÍ Rannsóknarprófessor
Augustine Kong Íslensk erfðagreining/HÍ Rannsóknarprófessor
Berhard Ö. Pálsson USCD/HÍ Rannsóknarprófessor
Daníel F. Guðbjartsson Íslensk erfðagreining/HÍ Rannsóknarprófessor
Guðmar Þorleifsson

Íslensk erfðagreining

Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining/HÍ Prófessor
Þorsteinn Loftsson Háskóli Íslands Prófessor
Unnur Þorsteinsdóttir Íslensk erfðagreining/HÍ Rannsóknarprófessor
Valgerður Steinþórsdóttir Íslensk erfðagreining
Vilmundur Guðnason Hjartavernd/HÍ Prófessor
Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, og Albert Vernon Smith, erfðafræðingur hjá Hjartavernd og gestaprófessor við Háskóla Íslands,
Vilmundur Guðnason, prófessor við Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar, og Albert Vernon Smith, erfðafræðingur hjá Hjartavernd og gestaprófessor við Háskóla Íslands,