Skip to main content
1. febrúar 2021

Vinna að auknu lyfjaöryggi

Vinna að auknu lyfjaöryggi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Halla Laufey Hauksdóttir og Heimir Jón Heimisson, lyfjafræðingar og nemendur í MS-námi í klínískri lyfjafræði við Lyfjafræðideild, tóku þátt í stefnumótandi málþingi um lyfjaöryggi á Læknadögum í lok janúar.

Málþingið bar yfirskriftina „Margar hliðar lyfjaöryggis. Hvernig náum við árangri?“. Erindi Höllu og Heimis fjallaði um þróun þverfaglegrar og sameiginlegrar nálgunar lækna og lyfjafræðinga við reglulega rýni á lyfjamálum sjúklinga, og lausnir til einfalda þessi mál. Þau kynntu verklagið með því að tvinna það saman við sjúkratilfelli. Markmið með reglulegri lyfjarýni er að auka öryggi sjúklinga og fækka lyfjatengdum atvikum.

Auk þeirra Höllu og Heimis tóku þær Anna Sigurðardóttur, sérnámslæknir á Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og Evu Fanneyju Ólafsdóttur, sérnámslæknir á Landspítala, þátt í erindinu. Hópurinn stefnir að því að kynna erindið víðar á næstunni.

Læknadagar Læknafélags Íslands fóru fram dagana 18. – 22. janúar 2021 og voru sendir rafrænt frá Hörpu.