Skip to main content
17. maí 2022

Viljayfirlýsing um að Stapi verði stúdentagarður

Viljayfirlýsing um að Stapi verði stúdentagarður - á vefsíðu Háskóla Íslands

Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta undirrituðu í gær viljayfirlýsingu vegna byggingarinnar Stapa við Hringbraut 31. Viljayfirlýsingin snýr að því að þegar núverandi starfsemi Háskóla Íslands í Stapa flytur í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs á Landspítalasvæðinu verði Stapi seldur Félagsstofnun stúdenta og breytt í stúdentagarð og falli þar með að Gamla Garði og nýrri viðbyggingu hans. Stúdentaráð hefur lengi haft þetta á stefnu sinni.

Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
 
Stapi, sem upphaflega bar nafnið Stúdentaheimilið, var byggður af Félagsstofnun stúdenta árið 1971 og seldur Háskóla Íslands við byggingu Háskólatorgs árið 2007. Stapi hýsti lengi vel Ferðaskrifstofu stúdenta, Bóksölu stúdenta og síðar Stúdentakjallarann á vegum Félagsstofnunar. Undanfarinn rúman áratug hefur námsbraut í sjúkraþjálfun haft aðstöðu í Stapa.
 
Stúdentaráð telur þetta vera heillaskref fyrir háskólasamfélagið og mikilvægan áfanga í fjölgun stúdentaíbúða nærri og á svæði Háskóla Íslands. 

Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, og Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.