Vilja kanna mataræði Íslend­inga | Háskóli Íslands Skip to main content

Vilja kanna mataræði Íslend­inga

5. desember 2017

Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Matís undirrituðu í dag viljayfirlýsingu þar sem fram kemur eindreginn vilji þeirra til að hefja undirbúning og framkvæmd nýrrar landskönnunar á mataræði Íslendinga. Um leið er skorað á stjórnvöld að tryggja fjármagn í þennan mikilvæga þátt, bæði til framkvæmdar könnunarinnar og uppbyggingar innviða sem nauðsynlegir eru fyrir framkvæmdina.

Mataræði er einn af veigamestu áhrifaþáttum heilsu ásamt því að vera megin áhættuþáttur fyrir sjúkdómsbyrði hér á landi. Landskannanir á mataræði eru forsenda þess að hægt sé að fylgjast með þróun mataræðis, neyslu næringarefna, aukefna og aðskotaefna meðal landsmanna. 

Gagnsemi slíkra kannana er vel þekkt og nýtast niðurstöður við forvarnir gegn langvinnum sjúkdómum, t.d. sykursýki af tegund 2, við gerð markmiða og áherslna í heilsueflingu og forvörnum á sviði næringar, við áhættumat og áhættukynningu vegna matvælaöryggis og neytendaverndar, við fræðslu og ráðgjöf til stjórnvalda og fyrirtækja og gerð ráðlegginga um mataræði fyrir almenning.

Skoða viljayfirlýsinguna í heild sinni.
 

Dóra S. Gunnarsdóttir, forstöðumaður sviðs neytendaverndar hjá Matvælastofnun, Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, Ingibjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði, og Birgir Jakobsson landlæknir.

Netspjall