Skip to main content
7. nóvember 2018

Veröld - hús Vigdísar tilnefnt til Evrópsku byggingarlistaverðlaunanna 2019

""

Andrúm arkitektar ehf. eru tilnefndir til Evrópsku byggingarlistaverðlaunanna 2019 - EU Mies Award 2019, fyrir hönnun sína á Veröld - húsi Vigdísar. Verðlaunin eru veitt á vegum Evrópusambandsins annað hvert ár og markmið þeirra er að vekja athygli og verðlauna framúrskarandi arkíktetúr í Evrópu. 

Veröld - hús Vigdísar var vígt á sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl 2017, og hefur allar götur síðan hýst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar. Kennsla mála- og menningardeildar Háskóla Íslands í erlendum tungumálum fer að langmestu leyti fram í Veröld, auk þess sem fjölmargir viðburðir hafa verið haldnir í húsinu frá opnun þess og á næstunni opnar þar kaffihús. 

Nánar um sögu byggingarinnar

Í hönnurarteymi Veraldar voru Kristján Garðarsson (aðalhönnuður), Haraldur Örn Jónsson (aðalhönnuður), Gunnlaugur Magnússon og Hjörtur Hannesson. Við óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.

Veröld - hús Vigdísar