Skip to main content
18. mars 2019

Verkefnavaka á Þjóðarbókhlöðu á fimmtudag

""

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og ýmiss konar aðstoð við fræðileg skrif á Verkefnavöku Háskóla Íslands sem haldin verður í sjöunda sinn fimmtudaginn 21. mars kl. 19-23 á Landsbókasafni – Háskólabókasafni (Þjóðarbókhlöðu). 

Að Verkefnavökunni, sem haldin er á hverju vormisseri, standa Náms-  og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, ritver og bókasafn Menntavísindasviðs, ritver Hugvísindasviðs, Heilbrigðisvísindabókasafn LSH og HÍ og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.

Hugmyndin að Verkefnavöku er sótt til Þýskalands er markmið hennar er að veita nemendum sem vinna að skriflegum verkefnum, t.d. lokaritgerð eða öðrum stórum verkefnum, fræðslu, upplýsingar, stuðning og aðstoð, við skrifin. Boðið er upp á vinnustofur og andlega og líkamlega næringu og veitt verða hagnýt ráð um skipulag og frágang skriflegra verkefna.

Dagskrá Verkefnavöku 2019 er að finna á vef Landsbókasafnsins.

Verkefnavaka á Facebook
 

nemendur á Þjóðarbókhlöðu