Vel heppnaður hádegisfundur hjá Viðskiptafræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Vel heppnaður hádegisfundur hjá Viðskiptafræðideild

6. nóvember 2017

Jón von Tetzchner, stofnandi leitarvélarinnar Vivaldi, var gestur deildarinnar á vel sóttum hádegisfundi. Hann fjallaði um sögu Vivaldi, Opera, Innovation House, fjárfestingar á Íslandi og erlendis.  Hann fór jafnframt yfir starfsferilinn og uppbyggingu á fyrirtæki hans.

Jón telur mikilvægt að styðja við frumkvöðla, samfélagið og að fjárfesta í því sem skiptir máli. Að hans sögn þá gerist það of oft að frumkvöðlar gefast upp of snemma, það tekur tíma að byggja upp og það þarf mikla þrautseigju til, sérstaklega þegar aðilar eru í samkeppni við stór fyrirtæki. Mikilvægt sé að sporna gegn njósnum á netinu, að ekki sé verið að selja upplýsingar fólks sem notar netið og að hans mati er það stór ógn við frelsi fólks. Þá verði fólk að íhuga betur hvaða fótspor það skilur eftir sig á netinu.

Aðspurður hvort tilviljanir hefðu mótað hans starfsferil taldi Jón að það væri rétt að sumu leyti. Hann hefði valið að stofna fyrirtæki og þróa það áfram, haft trú á því sem hann var að gera og stokkið á tækifærið sem gafst á sínum tíma þegar netið varð að veruleika. 

Jón, Ingi Rúnar deildarforseti og Gyða Hlín markaðsstjóri Viðskiptafræðideildar

Netspjall