Veglegir vinningar í spurningaleik Nýnemadaga | Háskóli Íslands Skip to main content
3. september 2018

Veglegir vinningar í spurningaleik Nýnemadaga

""

Háskóli Íslands stendur fyrir spurningaleik á Nýnemadögum 3.-7. september þar sem veglegir vinningar eru í boði.

Spurningaleikurinn gengur út að taka vel eftir og mæta á nýnemakynninguna á Háskólatorgi mánudaginn 3. september kl. 11.30. Eldri nemendum er að sjálfsögðu frjálst að spreyta sig á spurningunum og taka þátt í Nýnemadögum.

Spurningaleikurinn fer fram á Uglunni - smelltu til að taka þátt

Glæsilegir vinningar í boði:
•    Tvöþúsund króna gjafabréf í Stúdentakjallarann (tveir vinningar í boði FS).
•    100 eininga prentkvóta (þrír vinningar í boði UTS).
•    Óvæntur vinningur úr Kaupfélagi stúdenta (tveir vinningar í boði FS).
•    Kaffikort frá Hámu og Kaffistofum stúdenta (fjórir vinningar í boði FS).
•    Áhugakönnun eða námskeið að eigin vali að verðmæti 6.000-8.000 kr. í boði Náms- og starfsráðgjafar.
•    Háskólapeysur (þrjár peysur í boði Markaðs- og samskiptasviðs).
•    Margnota bókapoki (í boði Landsbókasafns Íslands).

Þeir sem eru með flest rétt svör lenda í potti og verða sigurvegararnir dregnir út kl.14 föstudaginn 7. september.

Hægt er að fá svör við öllum spurningum í leiknum á nýnemakynningunni á Háskólatorgi.
                
 

nemendur á Háskólatorgi