Vanda fékk hvatningarverðlaun fyrir framlag gegn einelti | Háskóli Íslands Skip to main content
11. nóvember 2019

Vanda fékk hvatningarverðlaun fyrir framlag gegn einelti

Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti hvatningarverðlaun í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember síðastliðinn í Vatnsendaskóla í Kópavogi.

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir mikilvægt framlag til rannsókna og forvarna gegn einelti auk farsælla úrlausna í einstökum eineltismálum. Við athöfnina var Vöndu afhent viðurkenningarskjal og verðlaunagripur eftir listakonuna Ingu Elínu.

Auk mennta- og menningarmálaráðherra tóku til máls Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og Salka Sól Eyfeld, söng- og leikkona. Nemendur í Vatnsendaskóla fluttu tónlistaratriði og vinaliðar skólans stóðu heiðursvörð fyrir gesti.

Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum og er þekkt fyrir störf sín bæði hér á landi og á erlendum vettvangi. Forvarnir gegn einelti eru hennar hjartans mál og hefur hún skrifað fjölda greina og bókakafla, stundað rannsóknir og staðið fyrir fræðslu um einelti og jákvæð samskipti.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands óskar Vöndu hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.
 

 Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti hvatningarverðlaun í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember síðastliðinn í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir mikilvægt framlag til rannsókna og forvarna gegn einelti auk farsælla úrlausna í einstökum eineltismálum. Á myndinni eru frá vinstri: Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Heimilis og skóla, Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, og Lilja Dö