Skip to main content
23. október 2017

Valinn forseti alþjóðlegra samtaka prófessora í skurðlækningum 

""

Á nýafstöðnu þingi International Surgical Group sem halið var í Jóhannesarborg í Suður-Afríku var Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, kosinn formaður samtakanna. Í samtökunum eiga sæti 140 prófessorar í skurðlæknisfræði víða að úr heiminum, flestir frá Bandaríkjunum og Bretlandi en líka frá Þýskalandi, annars staðar á Norðurlöndum, Kína, Japan og Brasilíu.

Markmið samtakanna er að efla rannsóknir og kynna nýjungar í skurðlæknisfræði en um leið efla tengslanet milli háskóla og háskólasjúkrahúsa um allan heim. Slíkt tengslanet er afar mikilvægt íslenskum skurðlæknum sem allir sækja framhaldsmenntun sína til annarra landa, oft á bestu háskólasjúkrahús austan hafs og vestan.

Á næsta ári verður þingi samtakanna haldið hér á landi en þá eru einmitt 60 ár frá stofnun þeirra.

Tómas Guðbjartsson