Skip to main content
16. júní 2021

Úrval spennandi Aurora-viðburða fram undan

Úrval spennandi Aurora-viðburða fram undan - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aurora er lifandi samfélag starfsfólks og nemenda sem leitast við að bjóðum öllum áhugasömum um samstarfið að taka þátt í fjölbreyttum og fróðlegum viðburðum. Í dag og næstu daga fara fram fjölmargir áhugaverðir viðburðir sem eru opnir öllum nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands.

Í dag, 16. júní, klukkan 16.00 fögnum við árangri nemenda sem tóku þátt í Aurora Student Champions Scheme síðastliðið ár og hvetjum við sérstaklega nemendur sem eru áhugasamir um þátttöku í verkefnum og stefnumótun Aurora til að mæta. Nemendur hljóta viðurkenningar fyrir framlag sitt til Aurora-samstarfsins og miðla af reynslu sinni til annarra nemenda. Þá mun Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flytja ávarp og  Callum Perry, forseti Aurora nemendaráðsins og University of East Anglia Students’ Union gera grein fyrir samstarfinu síðastliðið ár.

•    Nánari upplýsingar um viðburðinn og hlekkur.

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, frá klukkan 13.30 til 16.00 mun Aurora kynna Aurora verkfærakassa fyrir þjónustunám (e. Service Learning Toolbox). Verkfærakassinn veitir áhugasömum kennurum tækifæri til að læra meira um þjónustunám og ýmis verkfæri til að innleiða eða styrkja enn frekar þjónustunám sem hluta af námskeiðum sínum.

•    Dagskrá viðburðarins og hlekkur.

Á Föstudaginn, 18. júní, klukkan 09.00 fer fram næsti Aurora viðburður um gervigreind sem er hluti af hinu alþjóðlega ICT4D Aurora námskeiði.  Að þessu sinni verða gervigreind og siðfræði í brennideplinum og mun dr. Guglielmo Tamburrini frá University of Naples Federico II á Ítalíu fjalla um þennan mikilvæga málaflokk.

•    Dagskrá viðburðarins og hlekkur.

Aurora er opið og lifandi samfélag nemenda og starfsfólks Aurora háskólanna