Skip to main content
8. febrúar 2021

Tveir veglegir styrkir til Stjórnmálafræðideildar

Tveir veglegir styrkir til Stjórnmálafræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við deildina, hlutu nýverið styrki úr Rannsóknasjóði. Alls bárust 402 gildar umsóknir í sjóðinn og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 20% umsókna.

Silja Bára hlaut þriggja ára verkefnisstyrk fyrir verkefnið „Árangur gegn alþjóðlegu bakslagi: Þungunarrof á Íslandi og Írlandi“. Verkefnið fjármagnar stöðu doktorsnema, meistaranema og nýdoktors sem munu bera saman breytingar á lagaumgjörð um þungunarrof á Írlandi, Íslandi og Norður-Írlandi og viðnám íhaldsafla gegn þeim.

Jón Gunnar hlaut þriggja ára nýdoktorsstyrk fyrir verkefnið „Fjölmiðlar, lýðræði og falsfréttir á Íslandi“. Í verkefninu mun hann meðal annars skoða stöðu fjölmiðla á Íslandi í dag í alþjóðlegu samhengi og hvernig dreifing rangra og misvísandi upplýsinga á sér stað í síbreytilegu tækniumhverfi.

Stjórnmálafræðideild óskar Silju Báru og Jóni Gunnari innilega til hamingju með styrkina!

Jón Gunnar Ólafsson og Silja Bára Ómarsdóttir hlutu nýverið styrki úr Rannsóknasjóði.