Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg endurnýjaður | Háskóli Íslands Skip to main content

Þjónustusamningur við Reykjavíkurborg endurnýjaður

28. september 2017

Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu nýjan þjónustusamning milli Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar í hádeginu í dag. 

Samningurinn kveður á að Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála veiti Reykjavíkurborg sérfræðiráðgjöf og standi fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk í stjórnsýslu borgarinnar.  Auk þess mun stofnunin hafa milligöngu um hagnýt rannsóknarverkefni á sviði stjórnsýslufræða og stjórnmála sem nemendur geta unnið fyrir Reykjavíkurborg sem hluta af námi þeirra við Háskóla Íslands. 

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Reykjavíkurborg hafa haft með sér samstarf allt frá stofnun stofnunarinnar árið 2003. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun og heyrir undir Stjórnmálafræðideild og Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.  
 

Daði Már Kristófersson, Sjöfn Vilhelmsdóttir og Dagur B. Eggertsson

Netspjall