Skip to main content
11. maí 2021

Styrkir til nýnema í grunnnámi við Háskóla Íslands

Styrkir til nýnema í grunnnámi við Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands veitir framhaldsskólanemum, sem ná afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands, styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Skólinn auglýsir nú eftir umsóknum um styrki og er umsóknarfrestur til 5. júní

Frá árinu 2008 hafa yfir 300 nýnemar hlotið styrki úr sjóðnum. Þeir eru að fjárhæð 300.000 kr. hver auk 75.000 kr. til endurgreiðslu á skrásetningargjaldi við Háskóla Íslands.  

Að þessu sinni verður sérstök áhersla lögð á að styrkja þá nemendur sem sækja um kennaranám eða annað nám í menntavísindum og eins þá nemendur sem hafa íslensku sem annað mál.

Við val á styrkhöfum er tekið mið af:

  • framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi 
  • virkni í félagsstörfum
  • árangri nemenda á öðrum sviðum, s.s. í listum og íþróttum 
  • sérstökum framförum í námi eða góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Hægt er að sækja um styrk og kynna sér sjóðinn nánar á Sjóðavef Háskóla Íslands

 

Nemendur á Háskólatorgi