Skip to main content
21. apríl 2021

Strengjalist, sýndarkór og fjölskyldan í fyrirrúmi á Barnamenningarhátíð

Strengjalist, sýndarkór og fjölskyldan í fyrirrúmi á Barnamenningarhátíð - á vefsíðu Háskóla Íslands

Meistaranemar í list- og verkgreinakennslu hafa undanfarið unnið hörðum höndum að skipulagningu viðburða fyrir Barnamenningarhátíð Reykjavíkur. Viðburðirnir eru liður í námskeiði um miðlun list- og verkgreina og er þeim ætlað að stuðla að margs konar sköpun barna. Hátíðin hófst með setningarathöfn í Listasafni Reykjavíkur 20. apríl og stendur hún til 14. júní.

Framlag kennaranema að þessu sinni eru sjö fjölbreyttir viðburðir sem verða frumsýndir dagana 22.-25. apríl nk. Gestir hátíðarinnar geta spreytt sig í strengjalist, lært að nýta efnivið úr afgöngum, skreytt anddyri í Laugardalslaug með hugmyndum um mismunandi fjölskylduform, tekið þátt í sýndarkór á netinu, sem og fræðst um hljóðfæragerð og hulduheima.

Þess má geta að flestir nemendurnir eru starfandi kennarar í list- og verkgreinum og hafa því mikla reynslu af skapandi vinnu með börnum.

Sérstakur sjónvarpsþáttur tileinkaður Barnamenningarhátíð verður á dagskrá RÚV laugardagskvöldið 24. apríl kl. 19:45.

Dagskrána má kynna sér á vef hátíðarinnar

  • Leitin að náttúrunni - hulduheimar á Íslandi
  • Nýta - njóta - nota
  • Fjölskyldutré
  • Fögnum sumri
  • Strengjalist
  • Hljóðfæragerð
Meistaranemar í list- og verkgreinakennslu hafa undanfarið unnið hörðum höndum að skipulagningu viðburða fyrir Barnamenningarhátíð Reykjavíkur. Viðburðirnir eru liður í námskeiði um miðlun list- og verkgreina og er þeim ætlað að stuðla að margs konar sköpun barna. Hátíðin hófst með setningarathöfn í Listasafni Reykjavíkur 20. apríl og stendur hún til 14. júní.