Skip to main content
16. febrúar 2022

Skýrsla starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ

Skýrsla starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Skýrsla starfshóps á vegum rektors, sem ætlað var að meta siðferðileg og önnur álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), er nú aðgengileg á vef Háskólans. 

Rektor setti starfshópinn á laggirnar í fyrra í kjölfar mikillar umræðu í samfélaginu um skaðsemi spilakassa en slíkir kassar hafa verið meðal tekjuöflunarleiða HHÍ í nærri tvo áratugi. Var starfshópnum m.a. falið að skoða rannsóknir sem tengjast málefninu, bæði um viðhorf í samfélaginu og eins um spilafíkn, ásamt staðreyndum sem tengjast húsbyggingum og lagaramma happdrættisins.

Í skýrslunni er því bæði farið yfir nýjustu rannsóknir á tengslum spilafíknar og eyðslu í peningaspil, þær aðgerðir sem HHÍ hefur gripið til til þess að stuðla að ábyrgri spilun og þá ótvíræðu þýðingu sem sem tekjur HHÍ hafa fyrir uppbyggingu innviða Háskólans. 

Skýrsluna í heild má nálgast hér

 

Aðalbygging