Skip to main content
23. maí 2018

Skráning í Háskóla unga fólksins hefst í dag

""

Skráning í Háskóla unga fólksins í júní hefst í dag, miðvikudaginn 23. maí, stundvíslega kl. 18. Úrval námskeiða í skólanum hefur aldrei verið meira en hægt verður að velja úr 58 námskeiðum af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Skráning fer fram á heimasíðu Háskóla unga fólksins og þar er einnig hægt að kynna sér það úrval námskeiða sem í boði er.

Nemendur útbúa sína eigin stundatöflu og í bland við fræðslu og vísindi er boðið upp á leiki og skemmtun á háskólasvæðinu.

Skólinn stendur yfir dagana 11.-15. júní, kostar kr. 20.000 og er ætlaður nemendum í í 6. - 10. bekk grunnskóla sem fæddir eru á árunum 2002-2006.

Allar nánari upplýsingar um Háskóla unga fólksins er að finna á vefsíðu hans.

Nemendur í Háskóla unga fólksins