Skráning hafin í Háskólahlaupið 20. september | Háskóli Íslands Skip to main content

Skráning hafin í Háskólahlaupið 20. september

10. september 2018

Skráning er hafin í Háskólahlaupið 2018 sem fer fram fimmtudaginn 20. september kl. 18 í nágrenni háskólasvæðisins. Hlaupið er opið bæði starfsmönnum og stúdentum og hægt er velja á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km. 

Þriggja kílómetra hlaupaleiðin liggur m.a. með fram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri en sjö kílómetra leiðin liggur í kringum Reykjavíkurflugvöll. Á lengri leiðinni er boðið upp á tímatöku.

Kort af hlaupaleiðum
3 km hlaupaleið 

7 km hlaupaleið 

Skráning Háskólahlaupið fer fram á Uglu, innri vef Háskóla Íslands, og er þátttökugjald 2.000 kr. Innifalið í þátttökugjaldi er íþróttabolur merktur Háskólahlaupinu 2018.

Skráningarfrestur er til miðnættis 18. september.

Nánari upplýsingar um greiðslufyrirkomulag, afhendingu keppnisgagna og dagskrá eru á Uglu og á vefsíðu hlaupsins.

Háskólahlaupið fer nú fram í ellefta sinn með núverandi fyrirkomulagi en þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til hlaupsins að hausti.

Frá Háskólahlaupinu 2013