Skip to main content
10. nóvember 2022

Sjálfbærni auðlinda og öflugt háskólasamstarf á netráðstefnu Aurora

Sjálfbærni auðlinda og öflugt háskólasamstarf á netráðstefnu Aurora - á vefsíðu Háskóla Íslands

Haustráðstefna Aurora stendur yfir á netinu og fjöldi opinna fyrirlestra er í boði. Háskólinn í Duisburg-Essen skipuleggur ráðstefnuna að þessu sinni og í brennidepli er sjálfbærni auðlinda og leiðir til að efla nám, rannsóknir og nýsköpun með háskólasamstarfi Aurora.
Meðal umfjöllunarefna er sjálfbærni í ferðaþjónustu og vatnsauðlindir. Auk þess munu starfsfólk og nemendur Aurora-háskólanna miðla sinni reynslu af háskólasamstarfinu. 

Nánari upplýsingar eru í dagskrá ráðstefnunnar. (Athugið að íslenskar tímasetningar í skjalinu eru -1 klst).

Streymi frá dagskrárliðum

Fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk

Við setningu ráðstefnunnar sagði Jón Atli Benediktsson, forseti Aurora og rektor HÍ, að margvísleg tækifæri hefðu skapast fyrir nemendur og starfsfólk háskólanna síðan Aurora-samstarfið var stofnað árið 2016 og að nú væri nýr kafli í samstarfinu handan hornsins þegar sótt yrði um áframhaldandi fjármögnun frá Evrópusambandinu í upphafi næsta árs sem eitt af bandalögum evrópskra háskóla. 

Í kynningu á þátttöku nemenda í Aurora kom fram að alls hafa 102 nemendur háskólanna sótt um að taka virkan þátt í þróun samstarfsins á næstu mánuðum, þar af 26 frá HÍ. Nemendurnir munu meðal annars taka þátt í þróun sameiginlegra námsleiða Aurora-háskólanna.

Kveðjur frá fulltrúum HÍ 

Nokkrir fulltrúar Aurora-háskólanna, sem hafa verið virkir í samstarfinu, voru fengnir til að senda stutta kveðju í tilefni ráðstefnunnar og næstu skrefa í háskólasamstarfinu. Hér eru kveðjur fulltrúa Háskóla Íslands:

Magnús Þór Torfason, dósent í nýsköpun og viðskiptaþróun

Alma Ágústsdóttir, forseti Stúdentaráðs Aurora og alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs HÍ

Guðrún Geirsdóttir, dósent í uppeldis- og kennslufræðum og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ

Auður Inga Rúnarsdóttir, verkefnisstjóri vísinda og nýsköpunar

Frekari upplýsingar um Aurora-samstarfið.
 

Þátttaakendur í netráðstefnu Aurora