Skip to main content
17. mars 2019

Sjálfbærar norðurslóðir á Grænum dögum GAIA

""

Uppbygging sjálfbærni á norðurslóðum (e. “Building a Sustainable Arctic”) er meginþemað á Grænum dögum sem GAIA, félag meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, stendur fyrir dagana 18.-22. mars.

GAIA hefur um árabil staðið að Grænum dögum innan Háskóla Íslands í samstarfi við fjölmarga aðila sem vinna að umhverfis- og sjálfbærnimálum og svo verður einnig í ár. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem tengist sjálfbærni á norðurslóðum í tilefni þess að Ísland undirbýr sig um þessar mundir að taka við formennsku í Norðurskautsráðinu. 

Fyrsti viðburður Grænna daga er málþing í Norræna húsinu um alþjóðlegt samstarf um sjálfbærni á norðurslóðum mánudaginn 18. mars kl. 13-15. Fulltrúar sendiráða og utanríkisráðuneytisins flytja erindi og að þeim loknum verða pallborðsumræður.
Þátttakendur:
•    Jill Esposito, bandaríska sendiráðinu
•    Andrea Tanzi-Albi, finnska sendiráðinu
•    Mikhail Zenin, rússneska sendiráðinu
•    Xavier Rodriguez, kanadíska sendiráðinu
•    Jacob Isbosethsen, sendinefnd Grænlands á Íslandi
•    Aðalheidur Inga Þorsteinsdóttir, utanríkisráðuneytinu

Fundarstjóri: Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um norðurslóðir.

Í framhaldinu rekur hver viðburðurinn annan út vikuna þar sem horft verður á umhverfismál bæði á heimsvísu og út frá einstaklingnum. Af einstökum viðburðum má nefnda umræðufundi um gildi hvala á norðurslóðum og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í orkukapphlaupi norðurslóða, borgarhreinsun í Öskjuhlíð, kvikmyndasýningar og barsvar á Stúdentakjallaranum. 

Dagskrá Grænna daga má nálgast á Facebook

Aðalbygging HÍ í grænum litum