Sex doktorsvarnir við Menntavísindasvið á árinu | Háskóli Íslands Skip to main content

Sex doktorsvarnir við Menntavísindasvið á árinu

4. desember 2017

Mikill vöxtur hefur verið í doktorsnámi við Menntavísindasvið undanfarin ár en alls brautskráðust sex doktorsefni frá sviðinu á árinu. Frá stofnun sviðsins árið 2008 hafa ríflega fjörutíu lokið doktorsprófi sem er einkar ánægjulegt og starfar þessi hópur á fjölbreyttum vettvangi víða um heim. Rannsóknir doktorsnema færa okkar nýja og mikilvæga þekkingu á sviði menntavísinda sem auðga bæði íslenskt atvinnulíf og skólastarf.

Eftirtalin doktorsefni brautskráðust á árinu:

Anna Guðrún Edvardsdóttir doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 9. desember 2016. Heiti ritgerðar: Samspil þekkingarsamfélagsins og byggðaþróunar á Íslandi og í Skotlandi. Leiðbeinendur hennar voru Dr. Allyson Macdonald, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild, og dr. Frank Rennie, prófessor við University of the Highlands and Islands í Skotlandi. Andmælendur voru Dr. Philomena De Lima, forstöðumaður UHI Centre for Remote and Rural Studies í Skotlandi, og dr. Kristinn Hermannsson, lektor við Háskólann í Glasgow í Skotlandi.

Myndir frá vörninni.

Ásthildur Björg Jónsdóttir doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lapplandi í Finnlandi þann 4. júlí. Heiti ritgerðar: List sem hvetur til sjálfbærni: Möguleikar lista í menntun til sjálfbærni. Leiðbeinendur hennar vou Dr. Allyson Macdonald, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild, og dr. Timo Jokela, prófessor við Háskólann í Lapplandi í Finnlandi. Andmælendur voru Dr. Jeppe Læssøe, prófessor við Háskólann í Árósum í Danmörku, og dr. Rita Irwin, prófessor við University of British Columbia í Kanada.

Myndir frá vörninni.

Edda Óskarsdóttir doktor í menntunarfræði varði ritgerð sína frá Kennaradeild þann 31. ágúst. Heiti ritgerðar: Skipulag stuðnings í skóla án aðgreiningar: Fagleg sjálfsrýni. Leiðbeinendur hennar voru Dr. Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor við Kennaradeild, og dr. Deborah Tidwell, prófessor við University of Northern Iowa í Bandaríkjunum. Andmælendur voru Dr. Clare Kosnik, prófessor við Toronto-háskóla í Kanada, og dr. Kristine Black-Hawkins, dósent við Cambridge-háskóla í Englandi.

Myndir frá vörninni.

Hiroe Terada doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 22. febrúar. Heiti ritgerðar: Hugmyndir íslenskra og japanskra leikskólabarna um hegðun barna og viðbrögð kennara: Félagslegar aðstæður í leikskólastarfi. Leiðbeinandi var Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild. Andmælendur voru Dr. Ingrid Pramling Samuelsson, prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð, og dr. Serena Lecce, dósent við Pavia-háskóla á Ítalíu.

Myndir frá vörninni.

Kristín Karlsdóttir doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 13. janúar. Heiti ritgerðar: Námsferli leikskólabarna. Leiðbeinendur hennar voru Dr. Leigh O’Brien, prófessor við SUNY Geneseo í New York í Bandaríkjunum, og dr. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Kennaradeild og forseti Menntavísindasviðs. Andmælendur voru Dr. Sofia Avgitidou, prófessor við University of Western Macedonia í Grikklandi, og dr. Tuija Turunen, prófessor við Háskólann í Lapplandi í Finnlandi.

Myndir frá vörninni.

Kristján Ketill Stefánsson doktor í menntavísindum varði ritgerð sína frá Uppeldis- og menntunarfræðideild þann 26. maí. Heiti ritgerðar: Virk þátttaka í skólastarfi og sjálfstjórnun: Gagnvirkt samband á unglingsárum  Leiðbeinendur hans voru Dr. Steinunn Gestsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og dr. Freyja Birgisdóttir, lektor við sömu deild. Andmælendur voru Dr. Katariina Salmela-Aro, prófessor við University of Jyväskylä í Finnlandi, og dr. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia University í Bandaríkjunum.

Myndir frá vörninni.

Háskóli Íslands hefur í yfir áratug unnið markvisst að eflingu doktorsnáms við skólann. Í stefnu Háskóla Íslands fyrir tímabilið 2016-2021 er áfram haldið á þessari braut og er þar m.a. kveðið á um fjölgun styrkja til doktorsnema og margvíslegan annan stuðning við þá.

Yfirlit yfir brautskráða doktora frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2016 til 1. desember 2017 og verkefni þeirra má finna í meðfylgjandi bæklingi.

Frá Hátíð brautskráðra doktora við Háskóla Íslands þann 1. desember 2017. Á myndinni eru frá vinstri: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Edda Óskarsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Anna Guðrún Edvardsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs, Kristján Ketill Stefánsson, Ólafur Páll Jónsson, deildarforseti Uppeldis- og menntunarfræðideildar, og Hiroe Terada. Á myndina vantar Ásthildi Jónsdóttur.

Netspjall