Samstarfsskóli vikunnar - University of Bergen | Háskóli Íslands Skip to main content
6. desember 2018

Samstarfsskóli vikunnar - University of Bergen

""

Skrifstofa alþjóðasamskipta mun á næstu vikum kynna til sögunnar valda samstarfsskóla HÍ og vekja athygli á möguleikum á skiptinámi við viðkomandi skóla. Fyrstur í röðinni er Háskólinn í Bergen í Noregi þar sem nær 17.000 nemendur stunda nám, þar af tæplega 1900 erlendir nemendur. Háskólinn í Bergen er einnig samstarfsskóli HÍ í Aurora sem er samstarfsnet níu virtra háskóla í Evrópu.

Háskólanum er skipt upp í sjö deildir og er áhersla lögð á sjávarrannsóknir, rannsóknir á loftslagi og hnattrænar samfélagslegar áskoranir. Háskóli Íslands er með samninga við skólann í flestum námsgreinum og býður skólinn upp á um 350 námskeið á ensku fyrir skiptinema. 

Bergen er örugg og nemendavæn borg með frábærum tækifærum til útivistar. Skólinn útvegar skiptinemum húsnæði og félagslífið er öflugt, m.a. eru yfir hundrað nemendafélög starfandi.

Umsóknarfrestur um skiptinám skólaárið 2019-2020 er 1. febrúar.

Nánari upplýsingar um skiptinám
 

Lógóið Universitas Bergensis