Skip to main content
16. janúar 2019

Samstarfsskóli vikunnar - Université Grenoble Alpes

Université Grenoble Alpes

Université Grenoble Alpes (UGA) er samstarfsskóli vikunnar en hann er leiðandi á sviði kennslu og rannsókna í Frakklandi og leggur ríka áherslu á alþjóðasamstarf. Háskóli Íslands er með opinn samning við skólann í flestum námsgreinum. UGA kennir nokkuð af námskeiðum á ensku á meistarastigi en einnig eitthvað á grunnstigi. Skólinn er þriðji stærsti háskóli Frakklands með um 45.000 nemendur, þar af um 6000 erlenda nemendur.

UGA leggur sérstaka áherslu á menningar- og listviðburði fyrir nemendur og er einnig með 35 íþróttagreinar í boði, enda miklir útivistarmöguleikar í boði í nágrenni skólans.  

UGA er staðsettur í suðurhluta Frakklands skammt frá Lyon og Genf í Sviss. Borgin Grenoble hefur oft verið kölluð höfuðborg Alpanna.

Umsóknarfrestur um skiptinám skólaárið 2019-2020 er 1. febrúar.

Nánari upplýsingar um skiptinám

Université Grenoble Alpes