Skip to main content
20. desember 2018

Samstarfsskóli vikunnar - ETH Zurich

ETH Zurich

Samstarfsskóli vikunnar er vísinda- og tækniháskólinn ETH Zurich í Sviss. ETH er á meðal bestu háskóla heims og er leiðandi í náttúruvísindum og tækniþróun. Skólinn er í 11. sæti á Times Higher Education listanum yfir bestu háskóla í heimi. 

Háskóli Íslands er með skiptinámssamning við ETH á öllum námsstigum í tölvunarfræði, umhverfisvísindum, umhverfisverkfræði og jarðvísindum.

Skólinn er staðsettur í Zurich í þýska hluta Sviss og er borgin umkringd náttúruperlum í Ölpunum og við Zurich-vatn. Skólinn er því vel staðsettur bæði fyrir nemendur sem hafa áhuga á útivist og þeim sem hafa áhuga á að ferðast um Evrópu. Borgin er örugg og nemendavæn og lendir ítrekað ofarlega á listum yfir þá staði sem best er að búa á í heiminum. 

 

ETH logo