Skip to main content
12. október 2015

Samstarfssamningur Endurmenntunar og MVS

""

Menntavísindasvið HÍ og Endurmenntun HÍ hafa gert með sér samstarfssamning um sameiginleg starfsþróunarnámskeið.

Um er að ræða samning um óeiningarbær starfsþróunarnámskeið fyrir starfsfólk í uppeldis- og menntunarstörfum. Markmið samningsins er að auka framboð námskeiða og gera það sýnilegra. 

Í samstarfinu felst að báðir samningsaðilar fari yfir tillögur að námskeiðum út frá niðurstöðum þarfagreininga og ábendinga frá tengiliðum fagfélaga og tryggi þannig fjölbreytt framboð námskeiða sem mætir þörfum fagfólks á þessu sviði.

Samningurinn var undirritaður af Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs og Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, endurmenntunarstjóri.
Samningurinn var undirritaður af Jóhönnu Einarsdóttur, forseta Menntavísindasviðs og Kristínu Jónsdóttur Njarðvík, endurmenntunarstjóri.