Skip to main content
24. júní 2019

Rúmlega tuttugu tóku við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands

""

Tuttugu og einn stúdent tók við Menntaverðlaunum Háskóla Íslands við brautskráningar úr framhaldsskólum víða um land í maí og júní. 

Menntaverðlaunum Háskóla Íslands var komið á laggirnar í fyrra og þau eru veitt þeim nemendum sem staðið hafa sig framúrskarandi vel í námi sínu til stúdentsprófs auk þess að hafa náð eftirtektarverðum árangri á sviði lista eða íþrótta, átt mikilvægt framlag til skólafélaga eða skólans eða sýnt þrautseigju við erfiðar aðstæður. 

Hver framhaldsskóli gat tilnefnt einn nemanda til verðlaunanna og bárust 21 tilnefning frá 19 skólum að þessu sinni, en bæði Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn á Akureyri brautskráðu tvo hópa að þessu sinni í tengslum við styttingu námstíma til stúdentsprófs.

Verðlaunin voru vegleg bókargjöf, viðurkenningarskjal frá rektor Háskóla Íslands og styrkur sem nemur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið í Háskóla Íslands, kjósi verðlaunahafinn að hefja nám þar. Nemendur sem hljóta Menntaverðlaun Háskóla Íslands við útskrift úr framhaldsskóla gátu einnig sótt um styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands en styrkjum verður úthlutað úr honum á morgun.

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2019 eru:

Nemandi Skóli
Álfheiður Østerby Fjölbrautaskóli Suðurlands
Bergdís Fanney Einarsdóttir Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Lára Karitas Jóhannesdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar
Kristofer Gauti Þórhallsson Menntaskólinn á Egilsstöðum
Guðrún Ósk Ólafsdóttir Menntaskólinn á Ísafirði
Arndís Ósk Magnúsdóttir Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir Kvennaskólinn í Reykjavík
Sandra Sif Gunnarsdóttir Borgarholtsskóli
Guðmundur Freyr Gylfason Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Magnús Fannar Magnússon Flensborgarskólinn í Hafnarfirði
Thelma Rut Davíðsdóttir Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Karen Birta Kjartansdóttir Menntaskólinn í Kópavogi
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir Menntaskólinn í Reykjavík
Jón Helgi Sigurðsson Menntaskólinn í Reykjavík
Árni Haukur Árnason Menntaskólinn við Hamrahlíð
Sunneva Björk Birgisdóttir Menntaskólinn við Sund
Hannes Árni Hannesson Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins
Kjalar Martinsson Kollmar Verzlunarskóli Íslands
Símon Birgir Stefánsson Menntaskólinn á Akureyri
Hlynur Aðalsteinsson Menntaskólinn á Akureyri
Ögn Þórarinsdóttir Háskólabrú Keilis

Háskóli Íslands óskar þessum glæsilega hópi innilega til hamingju með Menntaverðlaunin.

 

Handhafar Menntaverðlauna Háskóla Íslands 2019.