Skip to main content
11. ágúst 2016

Routledge gefur út nýja bók um búsáhaldabyltinguna

""

Út er komin bókin Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland eftir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði. Routledge (Taylor & Francis) gefur út bókina en það er eitt stærsta forlag heims á sviði akademískrar bókaútgáfu.

Bókin er afrakstur þriggja ára rannsóknarvinnu höfundar á hruninu og Búsáhaldabyltingunni. Markmið verksins er að útskýra hvers vegna fjármálakreppan hérlendis leiddi til stigmagnandi fjöldamótmæla sem náðu hámarki í búsáhaldamótmælunum í janúar 2009. Um er að ræða tilviksrannsókn (e. case study); fjölbreyttum aðferðum var beitt til þess að skoða atburði og þátttakendur. Tekin voru viðtöl við mótmælendur, kannanir gerðar á mótmælaþátttöku almennings og orðræðan í samfélaginu greind. Þá voru lögreglugögn um mótmælaatburði skoðuð. Í lokaorðum verksins eru mótmælin á Íslandi sett í samhengi við fjöldamótmæli sem hafa átt sér stað víða um heim á undanförnum árum í kjölfar fjármálakreppunnar.

Á baksíðu bókarinnar er að finna eftirfarandi ritdóm:
„In the global wave of protest against austerity policies during the Great Recession, Iceland played a pivotal role as the early riser . . . Based on in-depth empirical analysis and innovative theoretical thinking, this volume offers a most welcome analysis of the mechanisms through which citizens mobilize under critical circumstances as collective actions create solidarity and feelings of empowerment.“

Donatella della Porta, Scuola Normale Superiore, Italy

Bókin fæst á vef Routledge-útgáfunnar en einnig á miklum afslætti í Bóksölu stúdenta (boksala.is)
 

Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland eftir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði.
Economic Crisis and Mass Protest: The Pots and Pans Revolution in Iceland eftir Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði.