Ríflega tvö hundruð rannsóknir kynntar á Menntakviku | Háskóli Íslands Skip to main content

Ríflega tvö hundruð rannsóknir kynntar á Menntakviku

11. september 2017

Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun verður haldin í 21. sinn við Háskóla Íslands þann 6. október 2017. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. 

Hátt í 210 erindi í 56 málstofum verða flutt á ráðstefnunni sem snerta öll fræðasvið menntavísinda. Auk þess verður boðið upp á tvær spennandi vinnustofur undir stjórn dr. Zachary Walker. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á vinnustofurnar þar sem sætafjöldi er takmarkaður. 

Markmið ráðstefnunnar er að verða vettvangur góðrar umræðu, uppspretta nýrra hugmynda og þekkingar. 

Dagskrá verður birt fljótlega á menntakvika.hi.is 

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 

Netspjall