Skip to main content
4. janúar 2018

Rannsóknastyrkir á sviði húsnæðismála

Rannsóknastyrkir á sviði húsnæðismála - á vefsíðu Háskóla Íslands

Opið er fyrir umsóknir um styrki til rannsókna á sviði húsnæðismála á Íslandi sem Íbúðalánasjóður hyggst úthluta vegna ársins 2017. Styrkirnir standa til boða öllum þeim sem stunda rannsóknir við íslenska háskóla á meistarastigi eða hærra menntunarstigi án tillits til fræðasviða. 

Heildarfjárhæð styrkja á árinu 2017 er allt að 15 milljónir króna.  

Verulegur vandi hefur skapast á húsnæðismarkaðinum hér á landi síðustu misseri og eitt af því sem talið er geta komið í veg fyrir að neyðarástand skapist að nýju er efling rannsókna sem tengjast húsnæðismálum.
 
Íbúðalánasjóður vill því hvetja alla sem áhuga hafa á húsnæðismálum og hafa gert rannsóknir sem þeim tengjast á árinu 2017 eða hafa hug á því að gera rannsóknir tengdar húsnæðismálum á árinu 2018 að sækja um á netfangið styrkur@ils.is fyrir 31. janúar 2018.

Töluverðum fjárhæðum verður varið til verkefnisins. Veittir verða allt að 15 styrkir á ári og er miðað við að styrkir séu að jafnaði ekki hærri en ein milljón króna en það fer þó eftir umfangi verkefna.

Með veitingu styrkjanna er vonast til að fjölga verkefnum og rannsóknum á sviði húsnæðismála sem geta eflt íslenskan húsnæðismarkað og stuðlað að auknu jafnvægi í húsnæðismálum hér á landi.

Hægt er að nálgast reglur um styrkveitingu og umsóknareyðublað á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.
 

miðbær Reykjavíkur