Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP® á Íslandi formlega opnað | Háskóli Íslands Skip to main content
3. mars 2020

Rannsókna- og þróunarsetur um ICNP® á Íslandi formlega opnað

Rannsókna- og þróunarsetur sem heyrir undir Heilbrigðisvísindastofnun og er staðsett í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands var formlega opnað með viðhöfn, sem haldin var í Veröld - Húsi Vigdísar 2. mars. Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (International Council of Nurses, ICN) samþykkti á dögunum  stofnun Rannsókna- og þróunarseturs um flokkunarkerfið ICNP á Íslandi (ICN Accredited ICNP Research & Development Centre in Iceland) en hlutverk þess er að mynda og standa vörð um tengslanet hjúkrunarfræðinga, heilbrigðis- og menntastofnana og annarra hagsmunaaðila á Íslandi til að þróa, þýða, innleiða og nota ICNP (International Classification of Nursing Practice) í kennslu, rannsóknum og klínísku starfi. Með þessu mun ICNP setrið stuðla að þróun á ICNP, styrkja og efla hjúkrun.  

Þróun rafrænnar sjúkraskrár á Íslandi er á tímamótum þar sem nýjar tæknilausnir hafa komið til og breytingar eru í vændum á notkun flokkunarkerfa sem kalla á annars konar lausnir en hingað til. 

Embætti landlæknis tók þá ákvörðun árið 2010 að ICNP skyldi notað á landsvísu sem aðal- flokkunarkerfið til að skrá hjúkrun í rafrænni sjúkraskrá. ICNP hefur síðan verið þýtt á íslensku með stuðningi frá embættinu. 

Ásta Thoroddsen, prófessor er forstöðukona Rannsókna- og þróunarseturs sem er staðsett í Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Setrið mun vera í samstarfi við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og aðra hagsmunaaðila. 

 

Rannsókna- og þróunarsetur sem heyrir undir Heilbrigðisvísindastofnun og er staðsett í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands var formlega opnað með viðhöfn, sem haldin var í Veröld - Húsi Vigdísar 2. mars. Connie White Delaney (t.v), deildarforseti við Hjúkrunardeild háskólans í Minnesota, var með ávarp af þessu tilefni enda sérfræðingur í upplýsingatækni á heilbrigðissviði, sem er hennar sérgrein. 

Opnun Rannsókna- og þróunarseturs ICNP