Skip to main content
17. maí 2019

Rannsakar tengsl vinnuumhverfis og veikindafjarvista kvenna

""

Bryndís Theódórsdóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið í 750 þúsund króna styrk frá Sameyki stéttarfélagi til þess að rannsaka tengsl vinnuumhverfis og veikindafjarvista kvenna hjá ríkinu. Til þess mun hún nýta niðurstöður úr könnununum um Stofnun ársins á vegum hins opinbera síðastliðin ár og bera saman við veikindafjarvistir starfsmanna sömu stofnana og kanna hvort fylgni sé á milli einhverra þátta sem könnunin mælir og fjölda veikindadaga. Leiðbeinandi Bryndísar er Eva Marín Hlynsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild.

Styrkurinn er veittur í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og skrifuðu Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, og Margrét S. Björnsdóttir, stjórnarformaður stofnunarinnar, undir samning þess efnis. Styrkurinn var auglýstur meðal nemanda í opinberri stjórnsýslu og var ákveðið að styrkja rannsókn Bryndísar sem varpa mun ljósi á veikindafjarvistir kvenna hjá ríkinu, sem virðast fleiri en karla. Með rannsókninni er mögulegt að komast að því hvort tilteknir þættir og þá hvaða þættir í starfsumhverfi kvenna skýra þennan mun.
 

Bryndís Theódórsdóttir og Árni Stefán Jónsson