Skip to main content
14. febrúar 2018

Rætt um fagmennsku leikskólakennara á fjölmennum fundi

Rætt um fagmennsku leikskólakennara á fjölmennum fundi  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á annað hundrað leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla og sérfræðingar á sviði menntunarfræða ungra barna tók nýverið þátt í árlegum morgunverðarfundi RannUng.

Á fundinum var fjallað um fagmennsku leikskólakennara og í hverju hún felst, móttöku og leiðsögn nýrra starfsmanna, hvað ræður vinnudeginum og mikilvægi þess að nýta styrkleika starfsfólks. Einnig var kynning á Virk starfsendurhæfingu.

Í samræðum þátttakenda var mikill samhljómur um að margt væri hægt að gera til að styðja fagmannlega starfshætti í þeim erfiðu aðstæðum sem verið hafa í mörgum leikskólum. Fram komu hvatningarorð frá sumum hópum m.a. um að lifa í núinu og njóta samvista með börnum og fullorðnum, líkt og kom fram hjá einum fyrirlesaranna.

Á annað hundrað leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla og sérfræðingar á sviði menntunarfræða ungra barna tóku nýverið þátt í árlegum morgunverðarfundi RannUng.