Skip to main content
12. október 2017

Ræddu áskoranir í umhverfis- og orkumálum

Háskóli Íslands fékk á dögunum heimsókn frá sendinefnd umdæmisstjóra (District Directors) bandaríska þingsins. Heimsóknin var hluti af námsferð þeirra til Íslands, en umdæmisstjórarnir starfa allir fyrir þingmenn sem koma með einhverjum hætti að umhverfis- og orkumálum. Hluti af dagskránni var m.a. að skoða jarðhitasvæði og orkuver en auk þess heimsóttu þeir ráðuneyti og Alþingi.

Friðrika Harðadóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, tóku á móti sendinefndinni ásamt hópi nemenda í umhverfis- og auðlindafræði og stjórnmálafræði. Eftir stutta kynningu á Háskóla Íslands og á samstarfi skólans við háskóla og rannsóknastofnanir í  Bandaríkjunum var nemendum og umdæmisstjórum skipt í minni umræðuhópa þar sem gott tækifæri gafst til að ræða um samskipti Íslands og Bandaríkjanna og þær áskoranir sem löndin þurfa að takast á við, m.a. í orku- og umhverfismálum. Umræðurnar voru vel heppnaðar og voru bæði nemendur og umdæmisstjórar ánægðir með niðurstöðurnar og þá ólíku reynslu sem hóparnir deildu hver með öðrum.

Umdæmisstjórnarnir ásamt fulltrúum Háskóla Íslands eftir vel heppnaða fundi á dögunum. MYND/Kristinn Ingvarsson
Friðrika Harðardóttir og gestir frá Bandaríkjunum
Gestir frá Bandaríkjunum