Skip to main content
27. október 2017

Pólskir dagar í Tungumálamiðstöð

Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands efnir til pólskra daga 6. til 9. nóvember. Dr. Justyna Zych, dósent við Polonicum-miðstöðina (Centre of Polish Language and Culture for Foreigners) í Háskólanum í Varsjá verður þá í heimsókn við tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og tekur virkan þátt í þessari menningarveislu. Hún hefur flutt fyrirlestra um pólskar bókmenntir og menningu víða um heim. 

Ókeypis er á alla virðburði pólskra daga og allir velkomnir. Fyrirlestrarnir verða haldnir á ensku og kvikmyndirnar sýndar með enskum texta.

Dagskrá pólskra daga:
  • Mánudagur 6. nóvember kl. 17:00, fyrirlestur: Cultural portait of Warsaw (Justyna Zych). Veröld – hús Vigdísar, stofa 104.
    Varsjá hefur mörg andlit og hægt er að velja um ótal mismunandi leiðir til að uppgötva borgina. Þú getur þrætt slóðir Chopins eða Marie Curie sem bæði voru Varsjárbúar, skoðað minjar um menningu gyðinga eða ráfað um hið alræmda Praga-hverfi sem iðar af lífi. Í þessum fyrirlestri mun Justyna Zich kynna okkur fyrir hinum mörgu ólíku andlitum Varsjár og hvernig þau birtast í bókmenntum, kvikmyndum og tónlist. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
  • Þriðjudagur 7. nóvember kl. 18:00, kvikmyndasýning: Rewers (Borys Lankosz 2009). Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur.
    Myndin gerist í Varsjá á 6. áratugnum. Sabina er ung feimin kona sem er nýorðin þrítug og býr með móður sinni og ömmu. Sabina er í leit að hinum eina rétta og þegar Bronislaw kemur inn í líf hennar verður hún ástfangin upp fyrir haus. En þegar Bronislaw trúir Sabinu fyrir því að hann sé í leyniþjónustunni og vilji fá hana til þess að njósna um yfirmann sinn fer allt til fjandans. Myndin verður sýnd með enskum texta. 
  • Miðvikudag 8. nóvember kl. 17:00, fyrirlestur: Polish culture in Hollywood (Justyna Zych). Veröld – hús Vigdísar, stofa 104. Vissir þú að kvikmyndin Solaris er byggð skáldsögu eftir pólskan höfund? Að Pola Negri, ein af skærustu stjörnum þöglu myndanna var pólsk? Að pólskt tónskáld samdi tónlistina við mynd Coppola; Dracula? Hefur þú einhvern tíma heyrt minnst á Janusz Kaminski, kvikmyndatökumannin sem hefur unnið með Steven Spielberg síðan 1993? Ef ekki þá ættir þú að koma á þennan fyrirlestur!
  • Fimmtudagur 9. nóvember kl. 18:00, kvikmyndasýning: Córki Dancingu (Agnieszka Smoczynska 2015). Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur. Tvær hafmeyjur, fá vinnu í kabarett í Varsjá. aðra þeirra þyrstir í ást en hina í blóð. Myndin verður sýnd með enskum texta. 
""