Skip to main content
15. október 2018

Pár í tíu ár

Ritlistarnemar, núverandi og fyrrverandi, fagna því vikuna 15.–20. október að tíu ár eru liðin síðan ritlist varð að fullgildri námsgrein við Háskóla Íslands. Í ritlist gefst áhugasömum kostur á að þroska hæfileika sína undir handleiðslu reyndra höfunda og ritstjóra. Efnt verður til ljóðakvölds, sagnakvölds og sérstakrar hátíðardagskrár þar sem höfundar lesa úr verkum sínum, flutt verða örleikrit, frumsýnt afmælismyndband o.fl. Þessa daga mun Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, enn fremur birta væntanlegt eða nýútkomið efni eftir höfunda sem hafa numið ritlist.

Á þeim tíu árum sem liðin eru hafa 35 manns útskrifast með BA-próf í ritlist, 61 með ritlist sem aukagrein og 55 með MA-próf. Höfundar úr röðum ritlistar hafa sent frá sér um 140 verk af ýmsu tagi, bækur og leikrit, og hreppt eða hlotið tilnefningu til allra helstu bókmenntaverðlauna landsins.

Dagskrá

Ljóðakvöld

Loft Hosteli miðvikudaginn 17. október kl. 20

  • Hlín Leifsdóttir
  • Heiður Agnes Björnsdóttir 
  • Þorvaldur Sigurbjörn Helgason 
  • Brynja Hjálmsdóttir 
  • Heiðrún Ólafsdóttir
  • Arnór Kári Egilsson
  • Halla Margrét Jóhannesdóttir 
  • Jónína Óskarsdóttir
  • Tryggvi Steinn Sturluson 
  • Brynjar Jóhannesson

Hvert ljóðskáld hefur allt að 5 mínútum til umráða. Allir velkomnir.

Sagnakvöld

Hannesarholti fimmtudaginn 18. október kl. 20

  • Kristinn Árnason
  • Sólveig Eir Stewart
  • Anna Björg Siggeirsdóttir
  • Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
  • Lárus Jón Guðmundsson
  • Hrafnhildur Þórhallsdóttir
  • Ólöf Sverrisdóttir
  • Þórunn Júlíusdóttir

Hver höfundur les í 5–7 mínútur. Allir velkomnir.

Hátíðardagskrá

Veröld laugardaginn 20. október kl. 14

  • Rúnar Helgi Vignisson: Pár í tíu ár
  • Örleikrit: Þurrkur eftir Jóhönnu Maríu Einarsdóttur, skrifað í smiðjunni Æfingasviðið undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur 2014. Leikarar: Halla Margrét Jóhannesdóttir og Harpa Arnardóttir.
  • Upplestur: Bergþóra Snæbjörnsdóttir
  • Tónlistaratriði: Rebekka Sif Stefánsdóttir flytur frumsamið efni
  • Upplestur: Þóra Karítas Árnadóttir
  • Upplestur: Ragnar Helgi Ólafsson
  • Brot úr #bergmálsklefanum eftir Ingunni Láru Kristjánsdóttur

Hlé

  • Frumsýning á afmælismyndbandi
  • Sigrún Elíasdóttir, formaður Blekbyttunnar, félags útskrifaðra ritlistarnema
  • Upplestur: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
  • Upplestur: Jónas Reynir Gunnarsson
  • Upplestur: Fríða Ísberg
  • Upplestur: Dagur Hjartarson
  • Örleikrit: Þú ert ekki pabbi minn eftir Helga Pál Einarsson, skrifað í smiðjunni Gjörningatímar 2016 undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur. Leikarar: Harpa Arnardóttir, Haukur Hólmsteinsson og Ingimar Bjarni Sverrisson.

Kynnir: Ingunn Lára Kristjánsdóttir

Allir velkomnir og að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Logo Pár í tíu ár