Skip to main content
18. júní 2019

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Aurora 2019

""

Aurora-jafnréttisverðlaunin verða veitt í þriðja sinn í lok október næstkomandi á fundi Aurora-samstarfsins í Amsterdam. Markmið verðlaunanna er að benda á og fræðast um góð verkefni sem eru í gangi innan Aurora-samstarfsins sem Háskóli Íslands er hluti af. 

Í verðlaun er ferð til Aurora-samstarfsháskóla að eigin vali.

Hér með er auglýst eftir tilnefningum um verkefni fyrir hönd Háskóla Íslands.

Tilnefna má verkefni af ýmsum gerðum og stærðargráðum en þau þurfa að tengjast Háskóla Íslands að einhverju leyti.

Tilnefningin þarf að innihalda lýsingu á verkefninu og samantekt á niðurstöðum þess. Verkefnin þurfa enn fremur að:
•    Takast á við jafnrétti og fjölbreytileika
•    Auka jafnrétti með fjölbreytileika og virðingu
•    Skapa tækifæri fyrir jaðarhópa         
•    Hagsmunaaðilar þurfa að taka beinan þátt í verkefninu og eiga í samskiptum við markhóp verkefnisins
•    Innihalda aðgerðir sem miða að langtímaáhrifum og breytingum
•    Skapa umhverfi sem einkennist af virðingu
•    Leggja áherslu á fjölbreytileika sem styrk háskólasamfélagsins, sérstaklega í tengslum við samtvinnun mismunabreyta (intersectionality)
•    Innihalda frumlegar eða nýstárlegar aðferðir

Nemendur jafnt sem starfsfólk Háskóla Íslands geta tilnefnt verkefni til verðlaunanna.

Verkefni sem hafa verið tilnefnd áður til verðlaunanna má tilnefna aftur ef verulegar framfarir hafi átt sér stað og ef verkefnið hefur þróast og vaxið á skjalfestan hátt. 

Til að tilnefna verkefni er beðið um að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda stutta lýsingu á verkefninu á jafnretti@hi.is.

Frestur til að tilnefna verkefni er til og með 15. ágúst næstkomandi. 

Nefnd skipuð aðilum innan Aurora-samstarfsins fer yfir tilnefningar og velur eitt eða fleiri verkefni úr innsendum tilnefningum.

nemendur á Háskólatorgi