Skip to main content
13. nóvember 2017

Örlagasaga Eyfirðings

Út er komin bókin "Örlagasaga Eyfirðings" eftir Heimi Pálsson. Í bókinni er grafist fyrir um lífshlaup Jonasar Rugmans, fyrsta íslenska stúdentsins í Uppsölum og fræðimanns, og mat lagt á verk hans.

Jonas Rugman var einn þeirra sem gáfu út fyrstu íslensku fornsöguna árið 1664 og þá með þýðingu á sænsku og 1670 þýddi hann á sænsku stytta gerð af Heimskringlu, Sverris sögu og Skáldatal. Án afrita hans af Háttalykli Rögnvaldar Kala og Halls Þórarinssonar væri fátt vitað um texta þess einstaka kvæðis. Hann skrifaði einnig eina eintakið sem þekkt er af merkilegu erfiljóði eftir Hallgrím Pétursson. Sagan hefur engu að síður farið heldur ómildum höndum um Jonas og hefur hann verið sagður drykkfelldur, kvensamur, óáreiðanlegur og fákunnandi.

Það eru Bókmennta- og listfræðistofnun og Háskólaútgáfan sem gefa bókina út og Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda, ritstýrir.