Skip to main content
17. apríl 2018

Ör í þýðingu Stefanos Rosatti tilnefnd til Premio Strega verðlaunanna

Skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur, Ör, í þýðingu Stefanos Rosatti, aðjunkts í ítölsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefnd til ítölsku Premio Strega verðlaunanna í flokki þýddra skáldsagna. Verðlaunin, sem eru virtustu bókmenntaverðlaun Ítala, verða afhent í Tórínó 13. maí.

Ör nefnist Hotel Silence í ítalskri þýðingu Stefanos og samkvæmt frétt RÚV hefur hún hlotið góðar viðtökur í ítölskum fjölmiðlum. Þriðju prentun bókarinnar var dreift í verslanir í mars. Bókaútgáfan Einaudi gefur bókina út á Ítalíu.

Stefano Rosatti hefur þýtt fimm skáldsögur Auðar Övu sem gefnar hafa verið út á ítölsku og nú vinnur hann að þýðingu Reisubókar séra Ólafs Egilssonar.

Kápa bókarinn og Stefano Rosatti