Skip to main content
26. maí 2017

Opinber vörn meistararitgerðar í Lagadeild

""

Hildur Hjörvar stud.jur. ver meistararitgerð sína miðvikudaginn 31. maí kl. 12.00 í stofu 101 í Lögbergi.

Heiti ritgerðarinnar er: "Foreign Surveillance and the European Convention on Human Rights. The Extraterritorial Applicability of the ECHR to Violations of the Right to Privacy".

Ritgerðin fjallar um hleranir og önnur inngrip í friðhelgi einkalífs sem ríki beina gegn einstaklingum sem staddir eru utan forráðasvæða þeirra. Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvort og að hvaða leyti ríki sem beita slíkum inngripum beri skyldur samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu gagnvart viðkomandi einstaklingum. Með nýrri tækni hafa möguleikar ríkja aukist verulega á að hafa afskipti af friðhelgi einkalífs einstaklinga utan forráðasvæða þeirra, án þess að nokkur áþreifanleg stjórn yfir einstaklingunum sé til staðar. Spurningin um hvort slík inngrip virki skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu er meðal áleitnustu álitaefna sem Mannréttindadómstóllinn stendur frammi fyrir. Svarið mun skipta sköpum fyrir vernd einkalífs á tækniöld.

Að loknu erindi Hildar verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Leiðbeinandi:  Róbert R. Spanó, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu.

Prófdómari:  Ásgerður Ragnarsdóttir hrl.

Allir velkomnir.

Hildur Hjörvar