Nýtt sérrit Netlu helgað leikskólastarfi | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýtt sérrit Netlu helgað leikskólastarfi

4. janúar 2018

Út er komið sérrit Netlu sem ber heitið Innsýn í leikskólastarf. Í sérritinu eru fjórar ritrýndar fræðigreinar og ein ritstýrð eftir fimm höfunda á Menntavísindasviði. Meðal viðfangsefna í ritinu eru samræðulestur í leikskólum, sýn barna á hlutverk fullorðinna í leik, gildi í samskiptum og foreldrasamstarf.

Ritstjórn skipuðu Amalía Björnsdóttir prófessor og Kristín Norðdahl dósent, báðar við Menntavísindasvið.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir annaðist verkefnisstjórn með útgáfunni fyrir hönd Menntavísindastofnunar.

Um Netlu — Veftímarit um uppeldi og menntun

 Í Netlu eru birtar fræðilegar greinar á íslensku og ensku en einnig frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku og alþjóðlegum grunni. Öllum er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn, hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.

Auk þess eru gefin út árlega sérrit Netlu og ráðstefnurit sem lúta að jafnaði sérstakri ritstjórn í samráði og samvinnu við ritstjórn tímaritsins.

Vefur Netlu

Út er komið sérrit Netlu sem ber heitið Innsýn í leikskólastarf. Sérritið er aðgengilegt á vef Netlu.

Netspjall