Nýtt rit um drifkraft módernisma og framúrstefnu | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýtt rit um drifkraft módernisma og framúrstefnu

3. janúar 2018

Út er komið ritið Beyond Given Knowledge: Investigation, Quest and Exploration in Modernism and the Avant-Gardes, sem gefið er út af hinu virta forlagi De Gruyter. Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, er einn af sex ritstjórum verksins. Aðrir ritstjórar eru Harri Veivo, Jean-Pierre Montier, Françoise Nicol, David Ayers og Sascha Bru. Aðstoðarmaður ritstjóra var Þorsteinn Surmeli.

Um er að ræða fimmta bindið sem gefið er út í ritröð samtakanna EAM (European Network for Avant-Garde and Modernism Studies). Ritið geymir fjölda greina sem fjalla um þekkingarleit sem drifkraft í módernisma og framúrstefnu á sviði bókmennta og lista. Greinarnar beina sjónum að ólíkum þáttum sem snúa að tengslum fagurfræði, stjórnmála, trúarbragða og vísinda frá lokum 19. aldar til samtímans.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef forlagsins De Gruyter.

Benedikt Hjartarson

Netspjall