Skip to main content
22. maí 2019

Nýtt nám fyrir starfandi grunnskólakennara

""

Íslenska sem annað mál, náttúrufræðimenntun og dönskukennsla eru aðeins brot af þeim valmöguleikum sem starfandi grunnskólakennurum stendur til boða að taka í nýju diplómanámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Um er að ræða nýjan valmöguleika í stuttu og hagnýtu námi á meistarastigi fyrir starfandi grunnskólakennara þar sem markmiðið er að kennarar dýpki þekkingu og færni í faggrein sinni. Diplóma í faggreinakennslu er 60 eininga nám sem hægt er að taka bæði í staðnámi og í fjarnámi með staðbundnum lotum. Nemendur hafa mikið val í náminu og í boði er fjöldi spennandi námskeiða. Hver og einn kennari ætti að finna eitthvað við sitt hæfi því kjörsviðin eru alls fjórtán. Sjá nánar HÉR.

Næsta skólaár verður í fyrsta sinn boðið upp á kjörsviðið íslenska sem annað mál sem meðal annars var stofnað til að mæta betur þörfum þeim vaxandi fjölda grunnskólabarna sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þá eru einnig í gangi tvö sérstök átaksverkefni, annars vegar í náttúrufræðimenntun og hins vegar í dönskukennslu, sem verða aðeins í boði næsta skólaár. Þess ber að geta að nýjustu kjarasamningar leik- og grunnskólakennara kveða á um hækkun launa ef kennari bætir við sig einingabæru námi.

Umsóknarfrestur í námið er til 5. júní næstkomandi og sótt er um á hi.is.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir deildarstjóri hjá Deild faggreinakennslu.

Íslenska sem annað mál, náttúrufræðimenntun og dönskukennsla eru aðeins brot af þeim valmöguleikum sem starfandi grunnskólakennurum stendur til boða að taka í nýju diplómanámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.