Skip to main content
14. febrúar 2019

Nýtt hlaðvarp á vegum Hugvísindasviðs

Nýtt hlaðvarp á vegum Hugvísindasviðs - á vefsíðu Háskóla Íslands

Hugvísindasvið Háskóla Íslands hefur stofnað Hugvarp, hlaðvarp sem mun fjalla um það sem hæst ber á sviðinu er varðar rannsóknir, fyrirlestra og útgáfu. Auk þess verða þar málefni líðandi stundar rædd út frá sjónarhorni fræðafólks sviðsins.

Tveir fyrstu þættirnir eru nú aðgengilegir og þar er annars vegar fjallað um listakonuna Karin Sander og hins vegar um Norður-Kóreu.

Hægt er að hlusta á þættina og gerast áskrifandi að hlaðvarpinu á Spotify, iTunes og öðrum hlaðvarpsveitum.  

Hlaðvarp Hugvísindasviðs er stofnað með hliðsjón af HÍ21, stefnu Háskóla Íslands 2016-2021, þar sem áhersla er m.a. lögð á að miðla niðurstöðum rannsókna á fjölbreyttan hátt.

""