Nýr samningur um Norðurljós | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýr samningur um Norðurljós

19. september 2017

Rektor Háskóla Íslands hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning um rekstur Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa við skólann. Samningurinn er gerður við Hanban, móðurstofnun Konfúsíusarstofnunarinnar í Peking í Kína.

Samkvæmt samningnum mun Hanban áfram styðja við starfsemi Norðurljósa með því að senda kennara til Íslands sem sinna m.a. kennslu í kínversku við Háskóla Íslands auk þess sem stofnunin veitir Norðurljósum fjárhagslegan stuðning til menningarlegrar starfsemi. Háskóli Íslands sér Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum fyrir húsnæði og tryggir aðstöðu vegna kennslu, fyrirlestra og mennningarviðburða á vegum stofnunarinnar.

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós hefur verið starfrækt við Háskóla Íslands í tæpan áratug og er sambærileg öðrum slíkum stofnunum sem starfræktar eru víðs vegar um heiminn og telja yfir 500. Við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós starfa sex íslenskir og kínverskir kennarar ásamt íslenskum og kínverskum forstöðumanni. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um stofnunina á vef hennar, konfusius.is.

Fulltrúar Háskóla Íslands, Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa og Hanban við undirritun samningsins.

Netspjall